Aðalfundur Nesklúbbsins 2022 haldinn í gær

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í Hátíðarsal Gróttu í gær, þriðjudaginn 29. nóvember.  Þorsteinn Guðjónsson formaður klúbbsins gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og þá gerði Guðrún Valdimarsdóttir, gjaldkeri grein fyrir reikningunum sem voru svo lagðir fram til atkvæðagreiðslu af fundarstjóra og voru þeir samþykktir samhljóða.

Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru rúmlega 156 milljónir  og rekstrargjöld rúmlega 123 milljónir.  Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var hagnaður á starfsemi ársins 2.096 þúsund.  Nánar má sjá ársskýrslu og reikninga félagsins með því að smella hér.

Á fundinum voru ákveðin félagsgjöld fyrir árið 2023.  Stjórn klúbbsins lagði fram rekstraráætlun sem tók mið af um 10% hækkun á félagsgjöldum að meðaltali í samræmi við almennar verðlagshækkanir og hækkun á GSÍ félagsgjaldinu.    Fundarstjóri bar tillöguna upp og var hún samþykkt samhljóða.  Félagsgjöld fyrir árið 2023 verða því eftirfarandi:

26 ára og eldri: 104.000 (112.00 með inneign í veitingasölunni)
15 ára og yngri: 48.500
16-25 ára: 72.000
67 ára og eldri: 87.000 (95.000 með inneign í veitingasölunni)

Tvær lagabreytingar lágu fyrir fundinum eins og kom fram í útgefnum fundargögnum.

Ein breyting varð á stjórn klúbbsins.   Stefán Örn Stefánsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru í framboði um þrjú sæti þau Árni Vilhjálmsson, Jóhann Karl Þórisson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir.  Þórkatla kemur því ný inn í stjórn klúbbsins sem verður fyrir næsta ár skipuð:

Þorsteinn Guðjónsson, formaður

Stjórn:

Árni Vilhjálmsson
Ásgeir Bjarnason
Elsa Nielsen
Guðrún Valdimarsdóttir
Jóhann Karl Þórisson
Þórkatla Aðalsteinsdóttir