Aðalfundur 2022 – Aðalfundarboð og fundargögn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2022 verður haldinn í Hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 19.30.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  3. Lögð fram skýrsla formanns
  4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Reikningar bornir undir atkvæði.
  6. Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.*
  7. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
  8. Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
  9. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga skv. 9. gr. laga.
  10. Önnur mál.

Samkvæmt 2.mgr. 9.gr. laga klúbbsins ber að tilkynna framboð til stjórnar með aðalfundarboði á heimasíðu.  Í kjöri eru formaður til eins árs og þrír stjórnarmenn til tveggja ára.  Samkvæmt tilkynningum til kjörnefndar hafa eftirfarandi framboð borist.

Formaður: Þorsteinn Guðjónsson hefur boðið sig fram á ný til eins árs.  Önnur framboð til formanns hafa ekki borist kjörnefndinni.

Til stjórnar til tveggja ára: Núverandi stjórnarmenn þeir Árni Vilhjálmsson og Jóhann Karl Þórisson bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu.  Ásamt þeim býður sig fram Þórkatla Aðalsteinsdóttir.   Önnur framboð hafa ekki borist kjörnefndinni.  Stefán Örn Stefánsson gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu.

Á síðasta aðalfundi voru kjörin í stjórn til tvegja ára þau Ásgeir Bjarnason, Elsa Nielsen og Guðrún Valdimarsdóttir.

Samkvæmt 3. lið 15.gr. laga félagsins verða endurskoðaðir reikningar bornir undir fundinn.  Ársskýrsla og reikningar félagsins fyrir starfsárið 2022 hafa verið birtir á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is/um Nesklúbbinn/útgefið/ársreikningar eða með því að smella hér.  Fundurinn verður pappírslaus með öllu og er fundargestum því ráðlagt að kynna sér gögnin þar.

Lagabreytinar:

*Samkvæmt 17. gr. laga NK skal kynna framkomnar tillögur til lagabreytinga í aðalfundarboði. Tvær tillögur til lagabreytinga hafa borist innan settra tímamarka frá Birni B. Björnssyni.  Tillögurnar, sem verða bornar undir fundinn til afgreiðslu eru þessar:

TILLAGA 1:
Að á  17. gr. laganna verði gerð sú breyting að í stað 1. október komi 1. nóvember.  Þetta er breyting varðandi tímamörk á því hvenær tillögur til breytinga á lögum félagsins skuli berast stjórn félagsins hverju sinni..

TILLAGA 2:
Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein:
Á aðalfundi gerir formaður grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi félagsins á væntanlegu starfsári. Einnig skal kynna fjárhagsáætlun og fyrirhugaðar kostnaðarsamar nýframkvæmdir. Tillögur um útgjöld sem eru umfram tekjur ársins skal bera upp á aðalfundi og þarf 2/3 fundarmanna að samþykkja slíka tillögu til að hún nái fram að ganga.

Seltjarnarnesi 25. nóvember 2022

Stjórnin