Stjórn Nesklúbbsins – Golfklúbbs Ness boðar hér með til aðalfundar vegna starfsársins 1. nóvember 2022 til 31. október 2023. Aðalfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 28. nóvember 2023 í Hátíðarsal Gróttu á efri hæð íþróttahússins á Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi og hefst kl. 19:30.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
Fundarsetning
- Kjör fundarstjóra og fundarritara
- Lögð fram skýrsla formanns
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
- Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
- Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
- Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðenda reikninga skv. 9. gr. þessara laga.
- Önnur mál.
Samkvæmt 2.mgr. 9.gr. laga klúbbsins ber að tilkynna framboð til stjórnar með aðalfundarboði á heimasíðu. Í kjöri eru formaður til eins árs og þrír stjórnarmenn til tveggja ára. Kjörnefnd hafa borist tilkynningar um framboð til stjórnar Nesklúbbsins frá eftirtöldum félögum..
Til stjórnar til tveggja ára: Núverandi stjórnarmenn þau Ásgeir Bjarnason, Elsa Nielsen, Guðrún Valdimarsdóttir hafa öll boðið sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu til tveggja ára. Þá hafa þeir Bjartur Logi Finnsson og Guðmundur Júlíus Gíslason einnig boðið sig fram til tveggja ára stjórnarsetu.
Þá hefur Þorsteinn Guðjónsson, formaður, tilkynnt að hann sé í framboði til áframhaldandi formennsku næsta árið.
Önnur framboð hafa ekki borist og er framboðsfresti lokið.
Fundargögn, sbr. ársskýrsla og -reikningar félagsins verður birt á heimasíðu klúbbsins eigi síðar en sunnudaginn 26. nóvember. Fundurinn verður pappírslaus (fyrir utan framkvæmd við kosningu til stjórnar) og er fundargestum er því ráðlagt að kynna sér gögnin þar.
Seltjarnarnesi, 20. nóvember 2023
Stjórnin