Golfmót á Nesvöllum um helgina

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það verður stuð og stemmari á Nesvöllum um helgina.

Í vetur ætlum við að bjóða reglulega upp á golfmót fyrir félagsmenn í golfhermunum á Nesvöllum.  Fyrsta mótið verður haldið núna um helgina, 18. og 19. nóvember og geta félagsmenn valið hvort þeir spili á laugardegi eða sunnudegi.

Mótið er innanfélagsmót og er skráning á rástíma og holl hér á golfbox, Hægt er að velja einn rástíma á laugardegi eða sunnudegi,  fyrsti rástími á laugardeginum er kl. 9, næsti rástími klukkan 13 og síðasti rástími kl. 17.  Á sunnudeginum er fyrri rástími kl. 13.00 og seinni rástími kl. 17.00

Fyrsta helgarmótið spilum við Bonnie Doon í Ástralíu, 18 holur.

Þátttökugjald er kr. 2.500 kr. á mann og er golfhermirinn innifalinn í því verði.

Hámarksleiktími er 3 tímar og 50 mínútur

Skráning er hafin á golfbox og stendur til föstudagsins 17. nóvember kl. 12.00.

6 holl verða ræst út kl. 9:00. næstu 6 holl ræst út kl. 13:00 og 6 holl ræst út klukkan 17:00

Rástímar raðast á númer básana, Trackmanherma.

Rástími 9:01 er á  bás nr. 1 , 9:02 er á bás  nr.  2 o.sfrv:

Rástími 13:01 er á bás  nr. 1 , 13:02 er á bás 2 o.sfrv.

ATH: lágmarksfjöldi í holli er 2 kylfingar og ef einhver er stakur verður reynt að sameina ráshópa.

Verðlaun:

Höggleikur :

 1. sæti: 3 klukkustundir í golfhermi á Nesvöllum, kassi af kók og kippa af sódavatni
 2. sæti: 2 klukkustundir í golfhermi á Nesvöllum, kassi af kók og kippa af sódavatni
 3. sæti: 1 klukkustund í golfhermi á Nesvöllum, kassi af kók og kippa af sódavatni

Punktakeppni :

 1. sæti: 3 klukkustundir í golfhermi á Nesvöllum, kassi af kók og kippa af sódavatni
 2. sæti: 2 klukkustundir í golfhermi á Nesvöllum, kassi af kók og kippa af sódavatni
 3. sæti: 1 klukkustund í golfhermi á Nesvöllum, kassi af kók og kippa af sódavatni

Nándarverðlaun á 11. holu og lengsta drive á 14. holu. – Fyrir hvort um sig er 1 klukkustund í golfhermi á Nesvöllum, kassi af kók og kippa af sódavatni

Mótsreglur : 

 1. Pútt :  Auto – Fixed  (1 pútt <3 metra, 2 pútt 3 ,1-20 metra, 3 pútt >20 metra)
 2. Karlar leika af teigum: 5.186 metrar
 3. Konur leika af teigum: 4.469 metrar
 4. Mulligan er leyfður ef það koma draugahögg,  tilkynna til starfsmanns Nesvalla
 5. Forgjöf : Golfbox forgjöf

Linkur á golfbox mótið :  https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4236679/info