Svartur föstudagur hjá Nesklúbbnum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Föstudaginn 24. nóvember verða eftirfarandi tilboð í gangi hjá Nesklúbbnum:

Golfhermar – 10% afsláttur af klippikortum í golfherma

  • 10×30 mín klippikort sem gildir fyrir kl 15:00 á virkum dögum = 16.875 kr.
  • 10×30 mín klippikort sem gildir hvenær sem er á opnunartíma = 20.250 kr.

Til þess að nýta tilboðið þarf að panta klippikort í gegnum netfangið nesvellir@nkgolf.is. Tilboðið gildir eingöngu af pöntunum sem eru gerðar föstudaginn 24. nóvember.

Golfkennsla – 20% afsláttur af einkakennslu hjá golfkennurum Nesklúbbsins

  • 30 mín einkakennsla = 6.000 kr.
  • 60 mín einkakennsla = 12.000 kr.

Tilboðið gildir af öllum tímapöntunum sem eru gerðar föstudaginn 24. nóvember, óháð því hvenær kennslan fer fram.

Upplýsingar um golfkennara Nesklúbbsins og tímapantanir má nálgast hér.