Aðstoð við Meistaramótið og vélar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagsmenn,

Eins og undanfarin ár leggjum við mikinn metnað í að gera upplifun keppenda í meistaramótinu eins mikinn og mögulegt er.  Verkefnin eru mörg og það þarf margar hendur til að allt gangi upp.  Nú stendur svo á að 0kkur vantar hendur til að aðstoða við umgjörðina, aðallega við að taka niður skor eftir 9 holur, yfirfara skorkort og slá inn í tölvukerfið.

Vöktunum er skipt niður í fimm tímaramma:

  1. 06.30 – 09.00
  2. 09.00 –  12.00
  3. 12.00 – 15.00
  4. 15.00 – 17.30
  5. 17.30 – loka dags

Ef þú hefur möguleika á að leggja okkur lið, endilega sendu okkur línu á nkgolf@nkgolf.is

  1. nafn
  2. hvaða dag þú getur aðstoðað
  3. hvaða vakt (1-5)

Við höfum svo samband ef dagurinn og tíminn sem þú getur lagt af hendi passar inn í þá tímaramma sem aðstoð vantar.   Athugið að við reynum að svara öllum en ef við höfum ekki samband þá erum við þér engu að síður óendanlega þakklát fyrir að bjóða fram aðstoð en vaktin hefur þá verið mönnuð og okkur ekki gefist tími til eða sést yfir að svara þér – alls ekki taka því persónulega 🙂

Eins erum við að leita eftir vél- og/eða bifvélavirkja til að aðstoða okkur aðeins í vélamálum.  Viðkomandi má senda okkur tölvupóst á bjarni@nkgolf.is.

Með von um undirtektir og fyrirfram þakklæti

Meistaramótsnefnd