Nýtt vallarmat – forgjöfin okkar breytist

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Eftir breytingarnar á vellinum í vor óskaði stjórn klúbbsins eftir því að vallarmatsnefnd GSÍ myndi gera nýtt vallarmat fyrir okkur.  Fyrir þá sem ekki þekkja til að þá er vallarmat það sem endurspeglar forgjafartöfluna sem við förum eftir og svo þá að lokum forgjöf okkar allra.

Nýverið komu fulltrúar Golfsambandsins og tóku völlinn út, settu allar upplýsingar inn í þar til gert forrit sem á endanum skilar okkur nýju vallarmati og þannig nýrri forgjafartöflu.  Til að gera langa sögu stutta breytist forgjöf allra um að meðaltali tvö högg niður á við.  Það þýðir að ef þú hefur fengið t.d. 10 í vallarforgjöf hingað til færðu núna 8.  Pínu skítt, en að sama skapi erum við núna fyrsti klúbburinn sem er með uppfært vallarmat samkvæmt nýjustu útgáfu af vallarmatskerfinu.

Forsendur fyrir breytingunum eru fyrst og fremst tvær.  Annarvegar hefur völlurinn tekið þónokkrum breytingum frá því síðasta vallarmat var gert og hinsvegar eru breytingar á kerfinu sjálfu.  Það skilar okkur þessum niðurstöðum sem sjá má með því að smella hér CourseHandicapTable – nýtt vallarmat

Nýja vallarmatið tekur gildi nú á miðnætti og verður því leikið eftir því í Meistaramótinu sem og það sem eftir lifir sumars.  Fyrir áhugasama sem vilja vita meira um hvað liggur að baki umræddu forriti má kynna sér það á heimasíðu Golfsambandsins, „golf.is/vallarmat“ eða með því að smella hér

það er því bara um að gera að fara að æfa sig aðeins meira til að halda í núverandi forgjöf eða líta á björtu hliðarnar þannig að ef við hækkum í forgjöf á næstunni út af þessari breytingu, þá allavegana fáum við meira í vallarforgjöf þegar við heimsækjum aðra velli.

Vallarnefnd