Æfingar á vorönn 2014

Nesklúbburinn

Nú er komið að því að golfæfingar fyrir félaga 18 ára og yngri hefjist á ný og munu þær fara fram í Lækningaminjasafninu við Sefgarða eins og undanfarin ár. Fyrstu æfingar verða á mánudaginn 20. janúar og síðan eftir meðfylgjandi áætlun.

 

Æft verður í tveimur hópum og verða þrjár æfingar í viku hjá hvorum hópnum. Skiptingar í hópa verða eftir forgjöf til þess að byrja með og verða hóparnir svo endurskoðaðir eins og þurfa þykir. Þeir sem hafa grunnforgjöf 20,4 eða lægra verða í hóp fyrir lengra komna og hinir í hópnum fyrir styttra komna.

 

Æfingar verða á eftirfarandi tímum:

Mánudagar kl 16-17 styttra komnir og 17-18 lengra komnir.

Miðvikudagar kl 16-17 styttra komnir og 17-18 lengra komnir.

Fimmtudagar kl 16-17 styttra komnir og 17-18 lengra komnir.