Annað byrjendanámskeið

Nesklúbburinn Almennt

Vegna eftirspurnar verður annað byrjendanámskeið í júní. Enn eru nokkur sæti laus og tekið er við skráningum á netfangið nokkvi@nkgolf.is

Námskeiðið er samtals 10 klukkustundir og verður kennt á 5 dögum, 2 klukkustundir í senn. Kennt verður á eftirfarandi dögum: þriðjudagur 5. júní kl. 18-20 – þriðjudagur 12 júní kl. 18-20 – fimmtudagur 14. júní kl. 18-20 – þriðjudagur 19. júní kl. 18-20 – þriðjudagur 26. júní kl. 18-20.

Námskeiðið fer fram á æfingasvæði Nesklúbbsins.

Kennarar: Nökkvi Gunnarsson og Steinn Baugur Gunnarsson

Fjöldi nemenda er takmarkaður við 12.

Á námskeiðinu verður farið yfir pútt, vipp, pitch, glompuhögg, sveifluna, helstu golfreglur, siðareglur og leikskipulag.

Markmið: Að nemendur læri helstu grunnatriði íþróttarinnar ásamt grunnatriðum í golfreglum og siðareglum. Að námskeiði loknu ættu nemendur að vera tilbúnir til að fara út á völl og spila.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er kennslugjald og æfingaboltar. 

Verð: 19.000.- kr.

Skráning með tölvupósti á netfangið nokkvi@nkgolf.is