Bændaglíman, opnun vallar og skálans í október

Nesklúbburinn

Nú fer hver að verða síðastur til að bóka sig í Bændaglímuna sem verður haldin á laugardaginn.  Það er allt að fyllast í mótið, veðurspáin er góð þannig að mótið verður örugglega haldið.  Nánari upplýsingar á Golfbox.

Að Bændaglímu lokinni mun veitingasalan loka á hefðbundnum opnunartímum.   Mario og félagar ætla þó að hafa opið á góðviðrisdögum fram til ca. 20. október.  

Munið að gera upp í veitingasölunni ef þið eruð þar í skuld og þið sem eigið inneign – þið hafið til laugardags til að taka það út.

Í október verður opið inn á salernin í skálanum út október og eins verður skálinn opinn fyrir félagsmenn á milli kl. 09.00 og frameftir degi ef veður leyfir.

ATHUGIÐ: Frá og með sunnudeginum 4. október er völlurinn EINGÖNGU opinn fyrir félagsmenn.