Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í heldur vindasömu veðri í dag. Þetta var í 26. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Einstökum Börnum sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Sigurvegari mótsins varð að lokum Bjarni Þór Lúðvíksson úr Nesklúbbnum eftir æsispennandi lokaholu þar sem hann sigraði Gunnlaug Árna Sveinsson í „shoot-outi“.
Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins. Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og afhentu þeir Þorsteinn Guðjónsson formaður Nesklúbbsins og Magnús Örn Guðmundsson frá sjóðastýringafélaginu STEFNI sem var styrktaraðili mótsins í ár, Guðrúnu Helgu Harðadóttur, framkvæmdarstjóra Einstakra Barna ávísun að upphæð kr. 1.000.000.-
Úrslit í Einvíginu 2022 urðu eftirfarandi:
1. sæti: Bjarni Þór Lúðvíksson
2. sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson
3. sæti: Aron Snær Júlíusson
4. sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir
5. sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
6. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir
7. sæti: Hlynur Bergsson
8. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson
9. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir
10. sæti: Magnús Lárusson