Boltavélin opnuð í dag

Nesklúbburinn

Boltavélin verður opnuð í dag.  Almenn opnun veitingasölunnar verður 1. maí en þangað til verða seld token og boltakort á skrifstofutíma á virkum dögum.  Einnig er hægt að nota 100 kr. mynt en fyrir kr. 200 fást 15 boltar.

Til stóð að opna inn á sumarflatir sumardaginn fyrsta.  Vegna næturfrosts undanfarna daga var þó vikið frá þeirri ákvörðun og verður að öllu óbreyttu opnað inn á þær í næstu viku.

Pokamerkin og félagsskírteinin voru að koma til landsins og verða send félagsmönnum í næstu viku.