Draumahringurinn – úrslit

Nesklúbburinn

Draumahringurinn, síðasta hefðbundna golfmót sumarsins fór fram á laugardaginn.  Mótið er bæði sjálfstætt og einnig lokamótið í draumahringnum þar sem félagsmönnum gafst kostur á að fullkomna sinn í draumahring í síðasta sinn þetta árið.  Töluverð rigning var á meðan mótinu stóð en hægviðri og aðstæður því mjög góðar til golfleiks sem sást greinilega á frammistöðu keppenda.  Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti: Aðalsteinn Jónsson, 44 punktar
2. sæti: Gunnar Gíslason, 43 punktar
3. sæti: Guðmundur Gíslason, 41 punktur
4. sæti: Úlfar Þór Davíðsson, 39 punktar
5. sæti: Nökkvi Gunnarsson 39 punktar

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Aðalsteinn Jónsson, 79cm frá holu
5./14. braut: Rúnar Geir Gunnarsson, 1,33 metra frá holu

ÚRLSIT Í HEILDARKEPPNINNI URÐU EFTIRFARANDI:

Forgjafarflokkur I: Ólafur Björn Loftsson, 57 högg
Forgjafarflokkur II:Hinrik Þráinsson, 58 högg
Forgjafarflokkur III: Aðalsteinn Jónsson, 66 högg
Forgjafarflokkur IV: Ólafur Straumland, 70 högg
Forgjafarflokkur V: Guðjón Vilbergsson, 83 högg