ECCO holukeppnirnar – niðurröðun og leikdagar

Nesklúbburinn Almennt

Nú liggur niðurröðun fyrir í bæði ECCO bikarmeistaranum (sjá hér) og ECCO klúbbeistaranum í holukeppni (sjá hér)

Leikið verður eftir sama fyrirkomulagi og í fyrra, þ.e. að það eru fastir leikdagar fyrir hverja umferð.   Heimilt er að klára leikinn fyrir nefndar dagsetningar komi leikmenn sér saman um það, annars ráða fyrirfram ákveðnar dags- og tímasetningar.

Leikdagar eru eftirfarandi:

22. maí – 32. manna úrslit í ECCO Bikarmeistaranum
23. maí – 16 manna úrslit í ECCO klúbbmeistara í holukeppni
24. maí – 16 manna úrslit í ECCO Bikarmeistaranum
30. maí – 8 manna úrslit í ECCO Bikarmeistaranum
31. maí – 8 manna úrslit í ECCO Klúbbmeistara í holukeppni
5. júní – 4 manna úrslit í ECCO Bikarmeistaranum
6. júní – 4 manna úrslit í ECCO Klúbbmeistara í holukeppni
7. júní – úrslit í ECCO Bikarmeistaranum*
7. júní – úrslit í ECCO Klúbbmeistaranum í holukeppni*

*ATH. ef að ekki er sami aðili í úrslitum í ECCO Bikarmeistaranum og Klúbbmeistara í holukeppni fara báðir leikir fram samtímis 7. júní.

Hægt ert að fylgjast með framvindu leikja með því að smella á slóðirnar hér efst í fréttinni

Keppendur vinsamlegast tilkynni það á netfangið nkgolf@nkgolf.is við fyrsta tækifæri ef þeir sjá ekki fram á að geta mætt á ofangreindum leikdögum og/eða vilja gefa sinn leik.

Mótanefnd