ECCO mótinu frestað til mánudags

Nesklúbburinn

Vegna ofsaveðursins sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að gangi yfir landið á laugardaginn hefur ECCO mótinu verið frestað til mánudagsins 21. maí.  Sá dagur er nú annar í hvítasunnu og því frídagur og veðurspáin hin vænlegasta.

Ákveðið hefur verið að láta rástímana standa, þ.e. þeir sem voru búnir að skrá sig í mótið á laugardaginn halda sínum rástímum á mánudaginn. Forföll skulu tilkynnast á nkgolf@nkgolf.is eða í síma 561-1930.

Opið verður fyrir rástímaskráningu í mótið til kl. 16.00 á sunnudaginn

Mótanefnd