Ekki fá á þig óþarfa víti í Meistaramótinu

Nesklúbburinn

Í hverju Meistaramóti koma upp fjölmörg atvik sem snúa að dómurum mótsins og golfreglunum.  Það eru nokkur atriði sem gott er að rifja upp þar sem kylfingar geta á auðveldan hátt komið í veg fyrir að fá dæmt á sig vítishögg eða jafnvel frávísun.  Þessi atriði eru:

* Fylgist alltaf vel með rástímum og mætið tímanlega á teig.  Rástímar eru settir fram ca. klukkutíma eftir að síðasti ráshópur kemur inn á hverjum degi – fyrst á golf.is og síðar á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is

* Merkið boltann ykkar áður en leikur hefst og kannið fyrir hvert högg hvort að þið séuð ekki örugglega að slá réttan bolta.

* Þú ert ábyrg/ur fyrir þínu eigin skorkorti – mundu að:
** yfirfara skorkortið vel og vandlega eftir hringinn – lestu saman tölur á hverri holu með ritara
** Skrifaðu undir skorkortið og ritarinn þinn líka
** Þú átt að skila þínu eigin skorkorti – ekki biðja meðspilarann að skila þínu korti eða þú fyrir hann
** Ef einhver vafaatriði eru, ekki hika við að spyrja starfsmenn mótsins áður en þú skilar inn skorkortinu