Félagafundurinn á morgun

Nesklúbburinn

Eins og áður hefur komið fram er opinn félagafundur með nefndum klúbbsins á morgun, þriðjudaginn 16. apríl kl. 20.00.  Þar verður farið yfir mótaskrá sumarsins, árleg endurskoðun forgjafar verður útskýrð, rætt verður um hvernig við ætlum í sameiningu að flýta leik á vellinum og starf kvennanefndar verður kynnt.  Þá mun formaður vallarnefndar fara yfir þær framkvæmdir sem eru í gangi á vellinum nú í vor ásamt því að sýna tillögur að fyrirhugaðri endurgerð á nokkrum brautum. 

Félagsmenn eru því hvattir til að fjölmenna og taka þátt í að ræða dagskrá sumarsins og framtíð vallarins