Firmakeppni Nesklúbbsins á laugardaginn – tökum höndum saman

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Laugardaginn 27. ágúst fer hin stórskemmtilega Firmakeppni Nesklúbbsins fram á Nesvellinum.

Firmakeppnin er árlegt mót sem er haldið á vegum Nesklúbbsins og er ákaflega mikilvægur hlekkur í fjáröflun klúbbsins.

Leiknar verða 9 holur eftir Greensome fyrirkomulagi þar sem tveir leika saman í liði og verður ræst út frá kl. 09.00.  Heimilt er að leika tvo hringi (18 holur), gegn tvöföldu gjaldi að sjálafsögðu og telur þá betri hringurinn.

Hefðinni samkvæmt verður hangikjöt og uppstúf með öllu tilheyrandi að leik loknum og svo verðlaunaafhending þar sem m.a. verða ferðavinningar í efstu 3 sætin ásamt heilum hellingi af aukavinningum.

Við leitum til þín kæri félagsmaður, ef þitt fyrirtæki getur styrkt klúbbinn með þessum hætti er það mjög vel þegið.

Verð pr. fyrirtæki kr. 25.000 (9 holur) og kr. 50.000 (18 holur)

Skráning hafin á nkgolf@nkgolf.is

Með skráningu þarf að fylgja nafn fyrirtækis, nöfn tveggja leikmanna og forgjöf og/eða golfbox númer.  Athugið að ef við getum útvegað  leikmenn til að leika fyrir þitt fyrirtæki ef þess þarf.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 25. ágúst og verða rástímar birtir föstudaginn 26. ágúst.

Verðlaun fyrir 3 efstu sætin ásamt heilum hellingi af aukavinningum

 1. SÆTI:
  1. 2 X 50 ÞÚS. HJÁ ICELANDAIR
  2. KASSI AF BJÓR *
  3. KASSI AF KÓK Í DÓS
  4. RAUTT OG HVÍTT *
 2. SÆTI:
  1. 2 X 30 ÞÚS HJÁ ICELANDAIR
  2. KASSI AF BJÓR *
  3. KASSI AF KÓK Í DÓS
  4. RAUTT OG HVÍTT *
3. SÆTI:
  1. 2 X 20 ÞÚS HJÁ ICELANDAIR
  2. KASSI AF BJÓR *
  3. KASSI AF KÓK Í DÓS
  4. RAUTT OG HVÍTT *

NÁNDARVERÐAUN

Á PAR 3 BRAUTUM:

10 ÞÚSUND KRÓNA GJAFABRÉF Á STEIKHÚSIÐ

KASSI AF BJÓR *

KASSI AF KÓK Í DÓS

RAUTT OG HVÍTT *

* Sé verðlaunahafi undir 20 ára aldri fær hann gos í stað áfengis.