Firmakeppnin á laugardaginn, fjögur sæti laus

Nesklúbburinn

Laugardaginn 1. september fer hin stórskemmtilega Firmakeppni Nesklúbbsins fram á Nesvellinum. 

Leiknar verða 18 holur eftir Greensome fyrirkomulagi þar sem tveir leika saman í liði og verður ræst út af öllum teigum samtímis kl. 09.00

Hefðinni samkvæmt verður hangikjöt og uppstúf með öllu tilheyrandi að leik loknum og svo verðlaunaafhending þar sem m.a. verða ferðavinningar í efstu 3 sætin ásamt heilum hellingi af aukavinningum. 

Verð pr. fyrirtæki kr. 45.000

Takmarkaður þátttakendafjöldi, fyrstur kemur – fyrstur fær.

Skráning hafin á nkgolf@nkgolf.is eða í síma 860-1358