Flatirnar tappagataðar

Nesklúbburinn

Nú standa yfir framkvæmdir við flatir vallarins þar sem verið er að tappagata þær.  Í framhaldinu verður svo settur sandur í götin og með heppilegu veðurfari ættu flatirnar að vera komnar í fínt stand aftur eftir u.þ.b. 10 daga.  Þangað til biðjum við kylfinga um að sýna þolinmæði og ganga vel um flatirnar eins og alltaf.

Ástæða fyrir tappagötun er til að losa óhóflegt magn af lífrænu efni (þæfi, e. thatch) sem er í yfirborði flatanna. Ef uppbygging þæfis í yfirborðinu er of mikil getur það farið að hafa eftirfarandi neikvæð áhrif á flatir:

  • Aukið sjúkdóma í flötum sem drepa gras.
  • Hægir á rennsli á flötum og ýtir undir að flatir ?skallist? við slátt.
  • Dregur úr spírun nýrra fræja, þar sem þau þurfa helst að komast í snertingu við jarðveg.
  • Dregur úr loftflæði um jarðveginn.
  • Hægir á flæði vatns í gegnum yfirborðið.

 

Vallarstarfsmenn