Fyrirlestur um margæs á mánudaginn

Nesklúbburinn

Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur heldur fyrirlestur um margæs, í golfskála Nesklúbbsins mánudaginn 7. maí 2012 kl 20.00.

Margæs er árviss gestur á Nesvellinum bæði vor og haust. Hún dvelur þar lungan úr maímánuði, sumum til gleði en margir þola ekki úrganginn frá henni á vellinum. En af hverju velur margæsin golfvöll sér til hvíldar? Þessu og fleiru ætlar Guðmundur A. Guðmundsson að svara. Guðmundur er dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og helsti sérfræðingur Íslendinga um margæs.