Fleiri myndir á síðuna

Nesklúbburinn Almennt

Fleiri myndum hefur nú verið hlaðið inn á heimasíðuna.  Búið er að setja allar myndir í eigu klúbbsins sem telja hátt í fjögur þúsund á tölvutækt form og er stefnan að reyna að setja þær allar inn á síðuna fyrir áramót.  Myndunum verður raðað eftir ártölum og svo eftir tilefni ef því hefur verið haldið til haga.

Myndirnar hér til hliðar eru úr myndasafni frá 1989 þegar að haldið var upp á 25 ára afmæli klúbbsins.  Herramennirnir tveir á seinni myndinni eru þeir Trausti Víglundsson og Hörður Traustason veitingamenn en þeir sáu um rekstur veitingasölu Nesklúbbsins til fjölda ára.  Þessar og margar aðrar myndir má sjá undir flipanum „myndir“ hér á síðunni.