Aðalfundur Nesklúbbsins haldinn í dag

Nesklúbburinn Almennt

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í dag.

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í dag laugardaginn 27. nóvember. 170 félagar í klúbbnum sátu fundinn.  Lögð var fram skýrsla stjórnar og reikningar sem voru samþykktir samhljóða.

Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru um 56 milljónir og rekstargjöld um 41 milljón.  Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var hagnaður tæplega 857 þúsund.  Heildarskuldir klúbbsins eru bókfærðar 791 þúsund.

Samþykkt var að meðaltali 12% hækkun á félagsgjöldum.

Tveir nýir stjórnarmeðlimir munu sitja í stjórn klúbbsins á næsta ári, þær Áslaug Einarsdóttir sem kosin var varaformaður og Guðrún Valdimarsdóttir sem kosin var í varastjórn.  Stjórn klúbbsins er því þannig skipuð: Eggert Eggertsson formaður, Áslaug Einarsdóttir varaformaður, Geirarður Geirarðsson gjaldkeri, Þorvaldur Jóhannesson ritari og Arnar Friðriksson meðstjórnandi.  Varamenn í stjórn eru þau Jónas Hjartarson og Guðrún Valdimarsdóttir.