FORSKOT á 1. teig á morgun

Nesklúbburinn

5 ráshópar frá Golfsambandi Íslands og FORSKOT munu hafa forgang á 1. teig kl. 15.00 á morgun, miðvikudaginn 1. júní og munu þau leika 9 holur. Forskot er afrekssjóður íslenskra kylfinga og var stofnaður með það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í golfíþróttinni.