Frábær mæting á hreinsunardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Síðastliðinn laugardag héldum við hinn árlega hreinsunardag sem jafnan er upphafið á sumartímabilinu hjá klúbbnum.  Það voru yfir 100 manns sem komu og unnu hin ýmsu verk til að gera völlinn okkar og nærumhverfi hans betra og fallegra fyrir sumarið….. sem reyndar ætlar að koma seint þetta árið.  Ómetanlegt með eindæmum og enn og aftur sýnir hvað við erum rík af ósérhlífnum sjálfboðaliðum.

Eftir mótið var svo annáluð pylsuveisla og í framhaldinu haldið 9 holu punktakeppni þar sem opnað var inn á sumarflatir í fyrsta sinn í sumar að 9. brautinni undanskilinni en sú flöt þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig.  Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

  1. sæti: Þyrí Valdimarsdóttir – 19 punktar
  2. sæti: Bjarni Hrafn Andrason – 19 punktar
  3. sæti: Eggert Eggertsson – 18 punktur

Hann Guðmundur Kr. okkar, ljósmyndari, var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði daginn.  Endilega farið inn á heimasíðuna hans naermynd.is eða með því að smella hér og skoðið, það gæti jafvel verið mynd af þér.

Takk fyrir frábæran dag kæru félagar – þetta var svo sannarlega til fyrirmyndar

Stjórnin