Frábært styrktarmót Ólafs Björns Loftssonar haldið í dag

Nesklúbburinn

Styrktarmót fyrir Ólaf Björn Loftsson atvinnukylfing í Nesklúbbnum var haldið í dag.  Það mættu 199 kylfingar og velunnarar Ólafs og lögðu sitt af mörkum fyrir komandi átök hjá honum en hann heldur utan í haust þar sem hann stefnir að því að taka þátt í úrtökumótum fyrir bæði evrópsku og bandarísku mótaröðina.  Í mótinu sjálfu léku rúmlega 190 kylfingar og var leikið eftir punktafyrirkomulagi og í höggleik. Í fjölmennri verðlaunaafhendingu í mótslok voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum.  Að lokum var síðan dregið út úr veglegum útdráttarverðlaunum. 

Ólafur Björn vill þakka öllum styrktaraðilum mótsins ásamt öllum þeim sem lögðu leið sína á Nesvöllinn í dag og tóku þátt í þessum degi með honum.

Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:

Nándarverðlaun:

1. braut – Hinrik Þráinsson – 0cm (fékk örn)
2. braut – Jónatan Jónatansson – 77 cm. frá holu
5. braut – Sofía Johnson – 2,76 metrar frá holu
9. braut – Guðjón Bragason, 75 cm. frá holu

Punktakeppni:

1. sæti – Þórarinn Sveinsson, 24 punktar
2. sæti – Benedikt Lárusson, 23 punktar
3. sæti – Sigurður Egilsson, 22 punktar

Höggleikur:

1. sæti – Nökkvi Gunnarsson, 33 högg
2. sæti – Þórður Rafn Gissurarson, 34 högg
3. sæti – Steinn Baugur Gunnarsson, 35 högg

Fleiri myndir frá verðlaunaafhendingunni má sjá hér á síðunni undir „myndir“