Skráningu í Meistaramótið lýkur í kvöld

Nesklúbburinn

Eins og áður hefur komið fram fer fimmtugasta Meistaramót Nesklúbbsins fram dagana 6. – 13. júlí.  Skráning í mótið hefur staðið yfir í golfskálanum frá 20. júní og hafa nú þegar skráð sig til leiks tæplega 180 félagsmenn.  Mótið er án efa stærsti viðburður klúbbsins á ári hverju og verður leikið í 13 flokkum þar sem raðað verður niður ýmist eftir forgjöf eða aldri.  

Skráningu lýkur kl. 22.00 í kvöld og eru þeir félagsmenn sem hafa hug á að taka þátt í mótinu hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Allar nánari upplýsingar má nálgast í skálanum eða í síma 561-1930.  

Meistaramóstnefnd