Frestur gefinn í fyrstu umferð Bikarmeistarans

Nesklúbburinn Almennt

Tímamörkin fyrir fyrstu umferð í ECCO Bikarmeistaramótinu áttu að renna út í dag en hafa verið framlengd um viku.  Er þetta gert vegna slæms veðurs í síðustu viku sem gerði það að verkum að afar fáir leikir voru leiknir þá vikuna.  Tímamörk umferða verða því sem hér segir:

1. umferð – lokið eigi síðar en 6. júní

2. umferð – lokið eigi síðar en 13. júní

3. umferð – lokið eigi síðar en 20. júní

4. umferð – lokið eigi síðar en 27. júní

5. umferð – lokið eigi síðar en 4. júlí

Mótanefnd