Lokanir og forgangur á fyrsta teig í vikunni

Nesklúbburinn Almennt

Eins og undanfarin ár koma dagar í sumar þar sem hópar hafa forgang á fyrsta teig.  Reynt verður eftir fremsta megni að koma skilaboðum áleiðis hér á síðunni þegar slíkt á við.  Verður því sett inn frétt á mánudögum sem gildir þá fyrir komandi viku ásamt því að blað verður hengt upp á töfluna úti í skála og á fleiri staði.  Vikan 30. maí – 5. júní lítur svona út:

MIÐVIKUDAGURINN 1. JÚNÍ – FYRIRTÆKJAMÓT DHL – VÖLLURINN ER LOKAÐUR Á MILLI KL. 12.30 og 17.30

FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ – OPIÐ GOLFMÓT TIL STYRKTAR UNGLINGASTARFI KLÚBBSINS – SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR Á GOLF.IS – VÖLLURINN ER LOKAÐUR Á MILLI KL. 08.00 OG 17.30.

LAUGARDAGURINN 4. JÚNÍ – 3 HOLL FRÁ HILTON HÓTEL HAFA FORGANG Á FYRSTA TEIG KL. 11.00