Fréttapunktar

Nesklúbburinn

Völlurinn: Vegna veðuraðstæðna hefur völlurinn nú verið settur í vetrarbúning sem þýðir að ekki er lengur leikið inn á sumarflatir og það því með öllu óheimilt undantekningalaust.  Þá hefur æfingasvæðinu verið lokað allavegana tímabundið.

Risið: Inniaðstaða Nesklúbbsins á 3. hæðinni á Eiðistorgi hefur verið opnuð á milli kl. 13.00 – 18.00 alla virka daga.  Í nóvember verður opnunartíminn lengdur og það tilkynnt nánar á heimasíðu klúbbsins.  ATH. hægt er að bóka golfherminn utan reglubundins opnunartíma í samráði við starfsmann.  Allar nánari upplýsingar um inniaðstöðuna og bókanir í golfherminn má nálgast í símanúmer: 561-1910.

Aðalfundur:  Aðalfundur Nesklúbbsins verður haldinn í síðustu vikuna í nóvember.  Nánari tímasetning og upplýsingar um kjörnefnd o.fl. verður birt á heimasíðu klúbbsins í næstu viku.  Sjálfsagt er að minnast á að lögum félagsins samkvæmt þurfa framboð til stjórnar að berast kjörnefnd fundarins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Nýtt forgjafarkerfi: Golfsamband hefur nú gefið út og birt nokkuð ítarlegar upplýsingar um nýju forgjafarreglurnar sem sem mun taka gildi frá 1. mars á næsta ári.  Það eru allir hvattir til þess að kynna sér þessar nýju reglur og má nálgast slóð inn á frétt Golfsambandsins á nkgolf.is