Góður árangur hjá Nesfólki í fyrsta LEK mótinu

Nesklúbburinn Almennt

Fyrsta LEK mót sumarsins fór fram á Garðavelli á Akranesi í dag.  Þetta var fyrsta viðmiðunarmótið til landsliðs og leikið var í kvennaflokki í dag.  Í flokki 50 ára og eldri tóku 24 konur þátt og þar af tvær konur úr Nesklúbbnum.  Þyrí Valdimarsdóttir gerði sér lítið fyrir og komst á verðlaunapall þar sem hún endaði í þriðja sæti og Ágústa Dúa Jónsdóttir endaði í 6. sæti.  Einnig var leikið í karlaflokki sem þó taldi ekki til landsliðs og þar voru í flokki 55 ára og eldri einnig tveir Nesmenn.  Friðþjófur Helgason endaði í fjórða sæti og Eggert Eggertsson í 6 sæti.  Nánari úrslit í mótinu má sjá á golf.is.  Allar upplýsingar um LEK, sem stendur fyrir Landssamband eldri kylfinga, má sjá á lek.is