Góður vinnudagur í dag

Nesklúbburinn Almennt

15 dugmiklir félagar úr klúbbnum mættu í dag til þess að taka þátt í vinnudegi þar sem að gert var við verstu holurnar á brautum vallarins.  Holurnar hafa gert það að verkum að þurft hefur að lýsa brautirnar sem grund í aðgerð og þar af leiðandi hafa verið leyfðar færslur á þeim í sumar.  Þetta er fyrst og fremst gert til prufu og alls kostar óvíst hvort það beri tilætlaðan árangur.  Það verður því spennandi að sjá hvernig brautirnar munu líta út næsta sumar og ef vel heppnast til verður þetta gert að árlegu verkefni.