Golfkennsla hjá Nesklúbbnum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Sumarið mun koma og þá er sko eins gott að vera tilbúin/n.  Þarftu að fínpússa sveifluna eða er kannski bara allt í skrúfunni og þú þarft að koma þér aftur á sporið?  Ef annaðhvort er, nú eða bara að þú vilt ná enn lengra í golfinu, þá starfa við golfkennslu hjá Nesklúbbnum tveir snillingar sem geta hjálpað þér.  Þeir Guðmundur og Magnús bjóða upp á einkakennslu jafnt sem hópakennslu og er hægt að bóka tíma hjá þeim í bæði síma og með því að senda þeim tölvupóst.  Allar nánari upplýsingar er hægt að sjá í meðfylgjandi mynd.