Helga Kristín sigraði með yfirburðum á Akureyri

Nesklúbburinn

Fimmta og næst síðasta mótið á Íslandsbankamótaröðinni fór fram á Akureyri nú um helgina.  Í flokki stúlkna 17-18 ára gerði Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum sér lítið fyrir og sigraði mótið með yfirburðum.  Leiknar voru 54 holur og lék Helga hringina þrjá á 228 höggum (77-78-83), átta höggum á undan næsta keppanda.  Mótið var það 5. í röðinni af 6 á Íslandsbankamótaröðinni og er þetta þriðja mótið sem Helga ber sigur úr býtum, en í hinum tveimur endaði hún í þriðja sæti.  Glæsilegur árangur hjá Helgu og óskar Nesklúbburinn henni innilega til hamingju.