Herrakvöld Nesklúbbsins

Nesklúbburinn Almennt

Herrakvöld Nesklúbbsins verður nú haldið í annað sinn föstudaginn 25. febrúar næstkomandi.  Í fyrra heppnaðist kvöldið ákaflega vel og ríkir því mikil eftirvænting félagsmanna fyrir kvöldið í ár.  Veislustjóri kvöldsins verður Gunnar Hansson, leikari og fyrrverandi félagsmaður Nesklúbbsins.  Ræðumaður kvöldsins verður knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson.  Þá verður boðið upp á glæsilegt veisluhlaðborð að hætti Kristjáns, happdrætti til styrktar unglingastarfi klúbbsins og fleiri skemmtiatriði.

Fordrykkur hefst kl. 18.30 og er innifalinn í verði.

Miðaverð aðeins krónur 4.900

Ath. að það er takmarkaður sætafjöldi og fyrstir koma fyrstir fá.

Skráning á netfangið: haukur@nkgolf.is eða í síma 860-1358