Hjálp

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það gekk ansi mikið grjót yfir völlinn okkar í óveðrinu um helgina.   Verst var það á þriðju, fjórðu, og sjöundu braut og þarf að hreinsa það upp áður en það veldur viðvarandi skemmdum.  Við leitum því á náðir félagsmanna og biðjum alla þá sem vettlingum geta valdið um að leggja til hendur.  Við ætlum að skipta þessu í tvo hópa, annarsvegar klukkan 10.00 í fyrramálið og hinsvegar klukkan 17.00.  Mæta bara út á golfvöll, niður í vélageymslu og þetta ætti ekki að taka langan tíma ef margar hendur koma saman.

Vallarnefnd