Þurfum ekki frekari hjálp í dag

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í gær óskuðum við eftir aðstoð félagsmanna við að hreinsa völlinn af miklu grjóti sem barst inn á hann í veðurofsanum.  Það stóð ekki á svörum frekar en fyrri daginn þegar óskað er eftir aðstoð frá okkar félagsmönnum í sjálfboðaliðastörf.  Í morgun mættu á þriðja tug félagsmanna, létu hendur standa fram úr ermum og kláruðu verkið.  Við þurfum því ekki á frekari hjálp að halda seinnipartinn í dag eins og auglýst var.  Takk innilega þið sem mættuð og gáfuð ykkur ykkur tíma til að vinna verk sem annars hefði tekið starfsmenn marga daga – þetta er ómetanlegt.

Vallarnefnd