Hola í höggi á 2. og 5. braut í dag

Nesklúbburinn Almennt

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað á Nesvellinum í dag að tveir kylfingar sem voru við leik saman í holli í 4. flokki karla fóru holu í höggi. Guðjón Kristinsson fór holu í höggi á 2. holu og Gunnar Lúðvíksson lék sama leik á 5. holu. Það er mismundandi hvernig menn fara að hlutunum og kom það bersýnilega í ljós hjá Gunnari á 5. holu en hann nýtti sér mastrið sem við þekkjum öll á milli 5. og 8. brautar þar sem boltinn hans hafði viðkomu og fór þaðan í holuna. Eins og margoft hefur verið sagt: „It’s not how, it’s how many“. Guðjón notaði 8 járn á 2. holu. Hann sá boltann hoppa einu sinni á flötinni og svo rúllaði hann beina leið í holu.

Frábær árangur hjá þeim félögum og óskum við þeim til hamingju með draumahögg allra kylfinga.