Staðarregla – stigar í glompum á 9./18. braut

Nesklúbburinn Almennt

Mikið hefur verið rætt um stigana í glompunum við 9./18. braut og hvaða lausn má fá frá þeim. Þeir sem hafa hafið leik í meistaramótinu vita nú þegar að stigarnir eru óhreyfanlegar hindranir og fæst lausn frá þeim samkvæmt því. Það skiptir þó máli hvort boltinn er á stigunum eða að stigarnir trufli sveiflusvið og er lausn sem viðkomandi fær breytileg eftir því. Við fengum því Þorvald Jóhannesson landsdómara til þess að útskýra þær lausnir sem eru í boði fyrir kylfinga í þessum aðstæðum og má nálgast þær hér.