Hreinsunardagurinn á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt

Hinn árlegi hreinsunardagur og fyrsta mót sumarsins verður haldið núna á laugardaginn.  Á eftir hreinsun og sígildri pylsuveislu verður þeim sem að tóku þátt í hreinsuninni boðið að taka þátt í 9 holu Texas scramble golfmóti.

Ómetanlegt starf hefur á þessum degi verið unnið fyrir klúbbinn í gegnum tíðina. Er það því von allra að svo verði áfram og eru allir félagar hvattir til þess að mæta stundvíslega kl. 10.00.