Námskeið í maí

Nesklúbburinn Almennt

Byrjendanámskeið

Í maí verður boðið uppá námskeið fyrir byrjendur og þá sem eru að stíga sín fyrstu spor sem kylfingar.

Námskeiðið er samtals 10 klukkustundir og verður kennt á 5 dögum 2 klst í senn. Fimmtud. 12.05 frá 18-20, mánud 16.05 frá 20-22, fimmtud. 19.05 frá 18-20, mánud. 23.05 frá 20-22 og fimmtud. 26.05 frá 18-20.

Námskeiðið fer fram á æfingasvæði Nesklúbbsins. Kennari: Nökkvi Gunnarsson. Leiðbeinendur: Oddur Óli Jónasson og Steinn Baugur Gunnarsson. Fjöldi nemenda takmarkaður við 12.

Á námskeiðinu verður farið yfir pútt, vipp, pitch, glompuhögg, sveifluna, helstu golfreglur, umgengni, siðareglur og leikskipulag.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er kennslugjald og æfingaboltar. Verð á nemanda 19.000.-

 

Skráning með tölvupósti á netfangið nokkvi@nkgolf.is

 

 

 

Kvennanámskeið

 

Í maí verður boðið uppá kvennanámskeið á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Nánar tiltekið 12.05, 17.05, 19.05, 24.05 og 26.05. Kennt er frá 10-12.

Námskeiðið fer fram á æfingasvæði Nesklúbbsins. Kennari:Nökkvi Gunnarsson. Leiðbeinendur: Oddur Óli Jónasson  og Steinn Baugur Gunnarsson. Fjöldi nemenda takmarkaður vð 12.

Á námskeiðinu verður farið yfir stuttaspilið, leikskipulag og sveifluna.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er kennslugjald og æfingaboltar. Verð á nemanda 19.000.-

 

Skráning með tölvupósti á netfangið nokkvi@nkgolf.is