Hreinsunardagurinn á morgun – vantar nokkra í viðbót

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

kæru félagar,

Eins og fram hefur komið er hreinsunardagurinn okkar á morgun (sjá hér) .  Það er komin mjög fín skráning en við hefðum viljað fá nokkrar hendur í viðbót ef mögulegt er vegna fjölda verkefna.  Þannig að ef þú átt möguleika á milli kl. 09.45 og 12.00, jafnvel bara hluta tímans þá máttu endilega skrá þig eða jafnvel bara mæta ef búið verður að loka fyrir skráninguna á netinu.

Vallarnefnd