Hreinsunarmótið haldið í slyddu í dag

Nesklúbburinn Almennt

Hinn árlegi hreinsunardagur fór fram á Nesvellinum í dag.  Rúmlega 50 félagar klúbbsins mættu í þriggja stiga hita og slyddu og tóku til hendinni við hin ýmsu störf.  Eftir pylsuveislu í hádeginu var svo haldið 9 holu Texas Scramble mót í logni og snjókomu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Alls tóku 30 kylfingar þátt í mótinu og urðu úrslit eftirfarandi:

1. sæti – Hinrik Þráinsson og Steinn Baugur Gunnarsson, 32 högg nettó

2. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson og Þórarinn Gunnar Birgisson, 32 högg nettó

3. sæti – Ágúst Ragnarsson og Kristinn Arnar Ormsson, 33 högg Nettó

Fleiri myndir frá deginum má hér á heimasíðunni undir „myndir“