Nesmenn fjölmenntu á Hellu og gerðu vel

Nesklúbburinn Almennt

Hið árlega 1. maí mót á Hellu, Vormót GHR og Hole in One, fór fram á Strandarvelli á Hellu í dag.  Kylfingar úr Nesklúbbnum létu sig að sjálfsögðu ekki vanta og voru 22 félagsmenn skráðir í mótið.  Bestum árangri náði Valur Guðnason en hann endaði í öðru sæti með forgjöf.  Valur lék hringinn á 80 höggum þar sem hann fékk meðal annars glæsilegan örn á 12. holu sem er par fjögur hola.  Hann endaði því  á 69 höggum nettó sem gaf honum 2. sætið.  Hinn verðlaunahafinn úr NK var Sævar Egilsson en hann nældi sér í nándarverðlaun á 8. holu vallarins, 2,68 m. frá holu.

Önnur úrslit mótsins má sjá hér: http://golf.is/pages/klubbasidur/golfklubburinnhellu/?nwr_more5852=16499&iw_language=is_IS&idega_session_id=ec5d70e6-d84c-4fbb-a14d-2468fb1cfd8e