Innheimta félagsgjalda

Nesklúbburinn

Vegna fjölda fyrirspurna skal eftirfarandi komið á framfæri vegna innheimtu á félagsgjöldum fyrir árið 2014.  

Nýverið tók Nesklúbburinn í notkun nýtt bókhaldskerfi í stað þess sem áður var.  Meðal breytinga sem fylgir því kerfi er útfærsla á innheimtu félagsgjaldanna og þá eingöngu fyrir þá sem greiða hjónagjald eða fyrir þá sem greiða fyrir fleiri en einn meðlim.  Í stað eins greiðsluseðils eins og áður var eru núna tveir seðlar/tvær kröfur, einn á hvern aðila.  Enginn kostnaður fylgir þessu fyrir félagsmenn.

Hjónagjald fyrir árið 2014 er kr. 134.000.  Fyrir þá meðlimi sem greiða félagsgjaldið í fjórum greiðslum ættu því að hafa borist tveir greiðsluseðlar, hvor upp á kr. 16.750.  Fyrir eingreiðslu ættu að hafa borist tveir seðlar upp á kr. 67.500.-

Hjónagjald 67 ára og eldri er kr. 105.000.  Fyrir þá meðlimi sem greiða slíkt félagsgjald í fjórum greiðslum ættu því að hafa borist tveir greiðsluseðlar, hvor upp á kr. 13.125.-  Fyrir eingreiðslu ættu að hafa borist tveir seðlar upp á kr. 52.500.-

Reynt hefur verið eftir fremsta megni að innleiða kerfið með eins litlum breytingum og mögulegt er.  Þó hefur því miður borið á fáeinum villum og er beðist velvirðingar á því.  

Ef Félagsmenn hafa spurningar eða athugasemdir varðandi félagsgjöldin þá endilega hafið samband á netfangið: nkgolf@nkgolf.is eða í síma: 561-1930.