Júlímót unglinga fór fram í dag

Nesklúbburinn Almennt

Júlímót unglinga 15 ára og yngri fór fram í sól og sælu á Nesvellinum í dag.  Leiknar voru 9 holur í punktakeppni og voru 18 krakkar skráðir til leiks sem er flott mæting.  Frábærir taktar sáust inn á milli og voru krakkarnir hæstánægðir í mótslok að lokinni pylsuveislu.  Helstu úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

1. sæti – Óliver Dagur Thorlacius – 24 punktar

2. sæti – Óskar Dagur Hauksson – 22 punktar

3. sæti – Helga Kristín Einarsdóttir – 21 punktur

Nánari úrslit úr mótinu má finna á golf.is og fleiri myndir sem teknar voru í dag eru hér á síðunni undir „myndir“.