Síðasti dagur skráningingar í Meistaramótið á morgun

Nesklúbburinn Almennt

Á morgun, fimmtudaginn 7. júlí er síðasti dagurinn til þess að skrá sig í Meistaramót Nesklúbbsins 2011.  Skráningu lýkur stundvíslega klukkan 22.00.  Nú undir kvöld höfðu rétt tæplega 200 félagar úr klúbbnum skráð sig í mótið en mesti fjöldi í Meistaramóti klúbbsins var í fyrra en þá tóku 217 kylfingar þátt í mótinu.  Þar sem að veðurspáin er góð eins langt og hún nær má búast við að fjöldi þáttakenda í mótinu í ár verði svipaður.