Úrslit púttmótaraðarinnar á morgun

Nesklúbburinn

Úrslitakvöldið í púttmótaröðinni fer fram á morgun, þriðjudaginn 24. apríl.  Keppni hefst á höggleik kl. 19.00.  Í framhaldinu verður svo holukeppni þar sem átta efstu í höggleiknum munu leika til úrslita.  Sá kylfingur sem lenti í efsta sæti í höggleiknum mun spila á móti þeim sem lenti í áttunda sæti o.s.frv. 

Allir þeir sem hafa unnið sér sæti á lokakvöldinu með því að hafa lent í þremur efstu sætunum einhverntíman í vetur eru að sjálfsögðu hvattir til þess að mæta tímanlega. 

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Púttnefnd