Lokahóf Meistaramótsins 2022

Nesklúbburinn Almennt

Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára leik.  Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu kl. 19.30.  Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á kvöldverð og skemmtilega kvöldstund.

Við ætlum að hvetja alla til að mæta snemma þetta árið.  Það verður HAPPY HOUR hjá MARIO frá kl. 16.00 – 18.30 og því um að gera að taka fordrykkinn í skálanum og fylgjast með síðustu ráshópunum koma í hús.

Matseðill:

Matur: Kalkúnn og Naut að hætti kokksins
Meðlæti: Allt það besta sem eldhúsið hefur upp á að bjóða sbr. kartöflur, grænmeti og ferskt sumarsalat
Sósur: Bernaise og Villiveppasósa.

Mætum öll, gerum upp Meistaramótið og eigum saman frábæra kvöldstund í góðum félagsskap.

Verð aðeins kr. 5.900.-

Það verður takmarkað sætaframboð og verður fer skráning eingöngu fram á golfbox (smella hér) og verður tekið við skráningum til kl. 21.00, fimmtudaginn 30. júní þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst