Nærmynd með myndir úr Meistaramótinu

Nesklúbburinn Almennt

Hann Guðmundur Kr. ljósmyndari er að sjálfsögðu búinn að vera að störfum í Meistaramótinu eins og undanfarin ár.  Fyrir þá sem ekki þekkja til er Guðmundur félagsmaður í Nesklúbbnum okkar og hefur í gegnum tíðina myndað alla stórviðburði sem klúbburinn hefur haldið og á svo sannarlega endalausar þakkir skyldar fyrir ósérhlífna vinnu og stórkostlegar myndir.  Með því að smella hér geturðu séð þær myndir sem hann hefur tekið og unnið úr mótinu í ár og sett inn á heimasíðu sína naermynd.is.  Við hvetjum ykkur til að skoða þessar dásamlegu myndir – það gæti meira að segja verið mynd af þér.